Hjá Sálfræðingum Suðurlands sinnum við börnum, unglingum og fullorðnum. Notast er við gagnreyndar aðferðir eftir klínískum leiðbeiningum en meðferðin byggir í flestum tilvikum á markmiðasetningu, fræðslu og verkefnavinnu skjólstæðings.
Leitast er við að kortleggja vanda skjólstæðingsins og að sálfræðingur og skjólstæðingur vinni saman að bættri líðan og aukinni færni í daglegu lífi.
Þjónustan
Boðið er upp á meðferðir við eftirtöldu en listinn er ekki tæmandi og vakin er athygli á því að öllum er frjálst að leita til sálfræðings.
-
CPT áfallameðferð við áfallstreituröskun
-
Viðtalsmeðferð fyrir börn og fullorðna við kvíða (s.s. félagskvíða, afmarkaðri fælni, áráttu – og þráhyggjuröskun, ofsakvíða, almennum kvíða, aðskilnaðarkvíða ofl.)
-
Viðtalsmeðferð fyrir börn og fullorðna við þunglyndi
-
Ráðgjöf og meðferð fyrir börn og fjölskyldur vegna tilfinningavanda, hegðunarvanda og taugaþroskaraskana barna
-
Stuðningur við börn og fullorðna vegna erfiðrar lífsreynslu, álags eða áfalla
-
Stuðningur við verðandi og nýbakaða foreldra
-
Uppeldisráðgjöf
Bókanir
Viðtalið er 45 mínútur og gjald fyrir tíma er 22.000 kr. Afbóka þarf viðtöl með 24 klukkustunda fyrirvara í gegnum netafangið salsudurlands@salsudurlands.is. Greiða þarf 10.000 ef afbókun berst ekki innan 24 klukkustunda fyrir bókað viðtal.